All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
News
Nýja ljósmyndasamkeppni EEA Climate Change PIX miðar að því að fanga allt það sem er í kring um okkur: breytingar á loftslagi og viðbrögð okkar við þeim. Sendu okkur bestu myndirnar þínar fyrir 1. ágúst 2021 í fjórum keppnisflokkum:
1. Loftslagsbreytingar hafa áhrif á náttúruna
Hvernig hafa loftslagsbreytingar áhrif á umhverfi okkar? Getur þú myndað breytingar á lofti, landi, vatni eða dýralífi?
2. Loftslagsbreytingar hafa áhrif á samfélagið
Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar á lifnaðarhætti okkar? Getur þú sýnt hvernig þær hafa áhrif á heilsu, lifnaðarhætti, manngert umhverfi eða hagkerfi?
3. Samfélagslausnir á sviði loftslagsbreytinga
Við erum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og laga okkur að loftslagsbreytingum með aðgerðum á einstökum stöðum yfir í aðgerðir sem ná yfir alla Evrópu. Getur þú sýnt þetta með ljósmyndunum þínum?
4. Einstaklingsbundnar aðgerðir á sviði loftslagsbreytinga
Fólk leitast við að draga úr kolefnislosun í lífi sínu og grípa til aðgerða til að ráða við öfgafullt veðurfar. Hvernig lýsir þetta sér þar sem þú býrð?
Upplýsingar um Climate Change PIX
Samkeppnin er opin borgurum frá 32 meðlimalöndum EEA og samstarfslöndunum sex, þar á meðal 27 aðildarríkjum ESB, Íslandi, Liechtenstein, Noregi, Sviss, Tyrklandi, Albaníu, Bosníu og Hersegóvínu, Kosóvó, Svartfjallalandi, Norður-Makedóníu og Serbíu. Allir þátttakendur verða að vera 18 ára eða eldri. Frekari upplýsingar um reglur keppninnar og þátttöku á síðu „Climate Change PIX“.
Vinningshafar í keppniflokkunum fjórum hljóta peningaverðlaun upp á 1.000 evrur. EEA mun einnig veita sérstök æskulýðsverðlaun fyrir bestu myndina frá ungum einstaklingi og „almenningsverðlaun“ þar sem valið verður úr öllum þeim sem komast í úrslit með netkosningu.
EEA mun tilkynna um sigurvegara haustið 2021.
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/highlights/ljosmyndasamkeppni-um-ahrif-loftslagsbreytinga-og or scan the QR code.
PDF generated on 26 Nov 2024, 04:07 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum