næsta
fyrri
atriði

Article

Hringrásarhagkerfi í Evrópu: Við höfum öll hlutverk

Breyta tungumáli
Article Útgefið 08 Nov 2017 Síðast breytt 11 May 2021
4 min read
Fyrir flesta er hugmyndin um hringrásarhagkerfi fjarlæg eða fjarstæðukennd hugmynd. Á sama tíma og það að „verða grænn“ nýtur vaxandi vinsælda eru margir ekki enn meðvitaðir um að stærri breytingar á lífsháttum okkar þurfa að eiga sér stað svo sjálfbær framtíð og velferð okkar verði tryggð.

Núverandi auðlindanotkun er ósjálfbær. Við neytum og vinnum meira af hráefnum en plánetan okkar ræður við til langtíma. 2050 verða 6-7 milljarðar millistéttar neytenda í heiminum. Þar með eykst álag á neyslu og umhverfi. Nútímalífið krefst sífellt meiri þæginda, sem hefur aukinn kostnað í för með sér. Dæmi um þetta er plastnotkun. Plast skilar sér illa í endurvinnslu. Margar plastvörur enda í hafinu með hræðilegum afleiðingum.

Langtímamarkmið Evrópu

Evrópusambandinu og fleiri aðilum um allan heim miðar vel áfram í baráttunni við loftslagsbreytingar með því að draga úr kolefnislosun. Við höfum sýnt að það að draga úr kolefnislosun sé ekki skaðlegt fyrir efnahagslegan vöxt, heldur þvert á móti. Síðan 1990 hefur verg landsframleiðsla ESB vaxið um 50% á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist saman um 23%. Fleira fólk axlar ábyrgð með því að deila bílum, minnka orkunotkun og tileinka sér  endurvinnslu og flokkun á húsasorpi. Þetta eru góð skref, en við vitum að þau duga ekki ein og sér til að tryggja kolefnahlutlausa framtíð eða langtímamarkmið Evrópusambandsins um að ‚lifa vel innan þolmarka plánetunnar okkar‘.

Við sjáum merki um að meðal almennings sé vaxandi meðvitund um vandamálið. Verið er að þróa nýjar áætlanir sem munu breyta í grundvallaratriðum hvernig við framleiðum, neytum og lifum. Þessar áætlanir fela í sér samþætt og kerfisbundin svör með langtíma yfirsýn. Síðla árs 2015, setti Evrópuráðið fram löggjöf, hringrásarhagkerfi, pakka, sem svar Evrópu um hvert förinni skuli heitið. Pakkinn tekur til mismunandi stiga í ferli vöru, allt frá framleiðslu og neyslu til úrgangsstjórnunar. Lagðar eru til aðgerðir sem eru hannaðar til að koma bæði umhverfinu og hagkerfinu til góðs. Þær miðast að því að halda efnislegum vörum og verðmæti þeirra eins lengi og hægt er inni í  hagkerfishringnum, draga úr sóun,  auka orkusparnað og minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þessar tillögur eru studdar af 54 aðgerðum sem verið er að yfirfæra í  raunhæf stefnumál, sem ná yfir margskonar starfsemi og greinar innan hagkerfisins.

Skiptin yfir í hringlaga hagkerfi eða hringrásarhagkerfi munu draga úr umhverfis- og heilbrigðisvandamálum sem núverandi línulegt ‚framleiða-nota-henda‘ hagkerfi okkar er ábyrgt fyrir. En það mun krefjast umfangsmikilla breytinga á framleiðslu- og neyslukerfum, mun að fleiru þarf að huga en aukinni skilvirkni í notkun auðlinda og endurvinnslu úrgangs.

Uppbygging þekkingar og framvinduvöktun

Lykilþáttur í að láta hringlaga hagkerfi verða að veruleika er að byggja upp þekkingu, vakta framvindu og tryggja að löggjafar hafi þann skilning, gögn og upplýsingar sem þarf til að stýra þróun reglna sem eru leiðandi en sveigjanlegar í senn. Þetta er lykilverkefni okkar hjá Evrópsku umhverfisstofnuninni.

Ég hef nýlega slegist í hópinn í Alþjóðlega hringrásarlega hagkerfisráðið með 1500 löggjöfum og viðskiptaleiðtogum frá meira en 100 löndum í Helsinki til að deila og ræða hugmyndir, framtíðarsýn og finna lausnir á því hvernig hægt er að samþætta hringrásarlegt hagkerfislíkan. Á ráðstefnunni, lagði EES áherslu á mikilvægi þess að byggja upp þekkingu. Stofnunin okkar kynnti aðra skýrslu í röð skýrslna um fyrirhugað hringlaga hagkerfi´ Síðasta skýrsla okkar ‚Hannað hringlaga — vörur í hringlaga hagkerfi‘ talar um þá sem keyra áfram vöruhönnun og hvernig vaxandi áhersla á framleiðslu og neyslu getur hampað eða hamlað frekari hringrás. Til dæmis, hvernig passa aukin nýbreytni og leitni, eins og eininga farsímar eða 3D-prentun á varahlutum inn í það að ‚verða hringlaga‘? ‚Hannað hringlaga‘ gerist ekki af sjálfu sér. Það þarf að styðja með sterkum opinberum og einkareknum eftirlitskerfum, sem gefa leiðarvísi um leiðina framundan. Samfélagið og fyrirtæki þurfa einnig að skoða hvaða markaðsaðstæðum, nýja tækni og hvaða rannsókn og þróun ætti að ýta undir.

Við eigum öll hlutverki að gegna við að styðja við breytinguna yfir í hringrásarhagkerfi. Það er áríðandi að við höfum öll réttar upplýsingar og lausnir við höndina til að gera þessa miklu breytingu. Það er ljóst að ef við komum ekki með nýjungar og tækni til að hraða á færslunni yfir í hringlaga og kolefnislágt hagkerfi, mun það ekki gerast.

 

Hans Bruyninckx

Framkvæmdastjóri EES

Ritstjórnargreinin birtist í tölublaði 2017/02 af fréttabréfi EES í júní 2017.

Permalinks

Geographic coverage

Temporal coverage