næsta
fyrri
atriði

Umhverfisstofnun Evrópu

 

Aðalmarkmið Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) er að styðja sjálfbæra þróun og hjálpa til við framgang verulegra og mælanlegra umhverfisumbóta í Evrópu með tímabærri og markvissri miðlun áreiðanlegra upplýsinga varðandi umhverfismál til stefnumótandi aðila og almennings.

 

EEA safnar bæði og dreifir gögnum og upplýsingum í gegnum Evrópska upplýsinga- og eftirlitsnetið á sviði umhverfismála (Eionet).  Eionet er tenglanet EEA og 32 aðildarríkja og tengir landsskrifstofur (National Focal Points eða NFPs) innan Evrópusambandsins og samstarfslandanna, evrópskar þemamiðstöðvar (European Topic Centres eða ETCs), tilvísanamiðstöðvar landanna (National Reference Centres eða NRCs) og sérfræðinga Vísindanefndarinnar.

 

Starfsemi EEA varðar m.a. öflun sameiginlegra umhverfisgagna frá þjónustustofnunum Framkvæmdanefndar Evrópusambandins, aðildarríkjum EEA, alþjóðastofnunum, samþykktum og samningum, og úrvinnslu þeirra til ráðgjafar á sviði stefnumótunar sem er gerð aðgengileg víða.

 

Þessi tilkynning EEA (EEA/SC/2008/001-014) er liður í útnefningu níu meðlima Vísindanefndarinnar með sérfræðiþekkingu á sviðum sem tilgreind eru í henni.

 

Hlutverk Vísindanefndar EEA

 

Vísindanefndin aðstoðar stjórn og framkvæmdastjóra EEA við vísindalega ráðgjöf eða tillögur og við framsetningu faglegra umsagna um öll vísindalegi málefni sem snerta þá starfsemi sem EEA tekst á hendur.

 

Vísindanefndin var stofnuð á grundvelli 10. gr. Reglugerðar ráðsins (EEC) nr. 1210/90 um stofnun Umhverfisstofnunar Evrópu og Evrópska upplýsinga- og eftirlitsnetsins á sviði umhverfismála (Eionet).  Helsta verkefni Vísindanefndarinnar er að gefa umsagnir um verkefni stofnunarinnar til eins árs og lengri tíma, ráðningu vísindamanna, og öll vísindaleg málefni sem varða starfsemi EEA.

 

Þau svið sem tilkynning nær yfir

 

Mikilvæg viðfangsefni EEA Vísindanefndarinnar teljast vera á eftirfarandi sviðum:

 

  1. Þróunarferlar í gufuhvolfi, loftmengun, aðferðir til að milda og aðlagast loftslagsbreytingum
  2. Líffræðilegur fjölbreytileiki
  3. Atvinnurekstur og einkaframtak á umhverfissviðinu
  4. Hagræn vistfræði
  5. Orka (þ.m.t. mildunar- og aðlögunaraðferðir)
  6. Umhverfissaga
  7. Evrópsk og alþjóðleg umhverfislög
  8. Ferskvatn (þ.m.t. grunnvatn)
  9. Samþætt umhverfismat og vísbendingar
  10. Samþætt áætlanagerð og stjórn náttúruauðlinda
  11. Landbúnaður
  12. Vistkerfi jarðar, þ.m.t. jarðvegur, skógar, graslendi
  13. Nútíma tækni (þ.m.t. örtækni, erfðabreyttar lífverur o.s.frv.)
  14. Flutningar og umhverfi

 

Samsetning Vísindanefndar EEA

 

Vísindanefnd EEA samanstendur af sjálfstæðum vísindamönnum frá 32 aðildarríkjum EEA, og nær yfir öll svið umhverfismála sem varða starfsemi stofnunarinnar.  Meðlimir Vísindanefndarinnar eru útnefndir í gegnum almennan valferil.

 

Formaður og tveir varaformenn Vísindanefndarinnar eru kosnir úr hópi nefndarmanna.

 

Fjöldi meðlima Vísindanefndarinnar skal að hámarki vera 20 sérfræðingar.

 

Það er ákjósanlegt að sérfræðingar sem sæti eigi í nefndinni hafi ítarlega þekkingu og hæfni á einu eða fleiri sviðum umhverfismála auk aðalsérfræðisviðs þeirra, þannig að sameiginlega nái sérþekking nefndarmanna yfir sem flestar fræðigreinar.

 

Mæting á fundum

 

Þess er vænst að meðlimir Vísindanefndarinnar mæti reglulega á fundum hennar – að minnsta kosti þrisvar á ári.  Fundir Vísindanefndarinnar skulu að jafnaði vera haldnir í húsakynnum EEA í Kaupmannahöfn.

 

Meðlimir Vísindanefndarinnar eru ólaunaðir en eiga rétt á greiðslu fyrir hvern heilan fundardag.  Meðlimirnir munu einnig fá ferða- og uppihaldsrisnu í samræmi við stefnu stofnunarinnar varðandi endurgreiðslu ferða- og gistingakostnaðar.

 

Formaður og fundaritarar eiga rétt á greiðslu vegna útlagðs kostnaðar við samræmingu á uppköstum að álitsgerðum.

 

Hæfni

 

 

Umsækjendur verða að hafa:

 

  • háskólagráðu á viðeigandi vísindasviði, helst á framhaldsstigi
  • að minnsta kosti 10 ára faglega reynslu á stigi sem samsvarar hæfni þeirra
  • vera ríkisborgari einhvers aðildarríkis EEA (Aðildarríkja Evrópusambandsins, Íslands, Liechtenstein, Noregs, Sviss og Tyrklands).

 

Viðmið við val

 

Samanburðarmat verður gert á umsóknum sérfræðinga, sem uppfylla hæfniskröfur, byggt á eftirfarandi viðmiðum:

 

  • reynslu af vísindalegum matsgerðum og/eða vísindalegri ráðgjöf á tilgreindum sviðum hæfni og sérfræðiþekkingar, 
  • reynslu sem ritrýnendur vísindalegra verkefna og ritverka, helst á sviðum sem varða viðfangsefni EEA, 
  • hæfni til að kryfja til mergjar margþættar upplýsingar og málsgögn og gera uppköst að vísindalegum álitsgerðum og skýrslum,
  • hæfni í gæðatryggingu við vinnslu verkefna,
  • viðurkenndum vísindalegum yfirburðum á sérsviði (sviðum) umsækjandans,
  • fagleg reynsla í fjölfaglegu umhverfi, helst á alþjóðavettvangi,
  • góð enskukunnátta væri ákjósanleg þar sem enska er vinnumál nefndarinnar.  Geta til að nota nýtísku, rafræn tæki til skjalaskipta og tjáningar væri ákjósanleg þar sem stofnunin ætlar að hagnýta sér slíka tækni til hins ýtrasta. 

 

Framkvæmdastjórinn getur beðið valnefnd að meta faglega reynslu umsækjenda.

 

Útnefning, tímabil nefndarsetu og varalisti

 

 

Þeir sérfræðingar sem uppfylla best ofangreind viðmið verða útnefndir til fjögurra ára nefndarsetu sem má endurnýja einu sinni að hámarki til annars fjögurra ára tímabils.

 

Sérfræðingar sem uppfylla skilyrði til nefndarsetu en eru ekki útnefndir verða settir á varalista.  Varalistinn, sem má nota til svipaðrar starfsemi, verður í gildi [t.d.] til 31. desember 2010 (möguleiki á framlengingu) til tveggja ára.  Gildistíma varalistans má framlengja.

 

Sjálfstæði og hagsmunatilkynningar

 

Sérfræðingar sem eru valdir verða útnefndir á persónulegum grunni.  Þeir þurfa að skrifa undir yfirlýsingu um trúfestu og tilkynna á hverju áru um einkahagsmuni sem gætu talist vera ósamrýmanlegir sjálfstæði þeirra.

 

Jafnrétti

 

Umhverfisstofnun Evrópu fylgir jafnréttisstefnu í ráðningum og er skuldbundin að forðast hvers kyns mismunum.

 

Umsóknarferli

 

Sérfræðingar sem hafa áhuga á útnefningu eru beðnir að fylla út og senda inn umsóknareyðublaðið á netinu og stöðluðu ferilskrána sem finna má undir hinum ýmsu linkum sem sýndir eru hér að neðan.

 

Í ferilskránni skal getið vísindalegra ritverka umsækjandans, helst á ensku, og annarrar faglegrar reynslu.

 

Auk aðalsérfræðisviðs skulu umsækjendur einnig geta annars og þriðja sérfræðisviðs þeirra sem hafa má til hliðsjónar við að tryggja sem víðtækasta reynslu á þverfaglegum og  þemasviðum í starfsemi EEA.

 

Viðeigandi umsóknarferli Vísindanefndar EEA er einnig hægt að finna á eftirfarandi link:

http://www.eea.europa.eu/organisation/scientific-committee/sc-rules-procedure.pdf

(skjal á ensku)

 

Ef þú notar umsóknareyðublaðið á netinu, vinsamlegast gættu eftirfarandi atriða:

 

1.      Mundu eftir að taka tímabelti með í reikninginn þegar þú leggur inn umsókn þína.

 

2.      Þegar umsókn þín hefur verið lögð inn munt þú fá sjálfvirkt svar. 

 

3.      Þú ert ábyrgur fyrir því að varðveita sjálfvirka svarið sem sönnun á innlögn umsóknar þinnar.

 

4.      Ef þú færð ekki sjálfvirkt svar, vinsamlegast leggðu umsókn þína inn aftur.

 

 

 

EEA hvetur umsækjendur til að nota umsóknareyðublaðið á netinu.

 

Póstsendar umsóknir verða einnig teknar til greina að því tilskildu að umsækjendur merki greinilega á umslaginu sérfræðisviðið þar sem þeir óska eftir að koma til greina.

 

Eyðublöð fyrir umsóknir á netinu (á ensku) og staðlaða ferilskrá (á ensku) fyrir hin ýmsu svið má finna á eftirfarandi linkum:

 

 

 

Svið 1. Þróunarferli í gufuhvolfi, loftmengun, aðferðir til að milda og aðlagast loftslagsbreytingum

http://www.eea.europa.eu/organisation/scientific-committee/calls/area1

 

Svið 2. Líffræðilegur fjölbreytileiki

http://www.eea.europa.eu/organisation/scientific-committee/calls/area2

 

Svið 3. Atvinnurekstur og einkaframtak á umhverfissviðinu

http://www.eea.europa.eu/organisation/scientific-committee/calls/area3

 

Svið 4. Hagræn vistfræði

http://www.eea.europa.eu/organisation/scientific-committee/calls/area4

 

Svið 5. Orka (þ.m.t. mildunar- og aðlögunaraðferðir)

http://www.eea.europa.eu/organisation/scientific-committee/calls/area5

 

Svið 6. Umhverfissaga

http://www.eea.europa.eu/organisation/scientific-committee/calls/area6

 

Svið 7. Evrópsk og alþjóðleg umhverfislög

http://www.eea.europa.eu/organisation/scientific-committee/calls/area7

 

Svið 8. Ferskvatn (þ.m.t. grunnvatn)

http://www.eea.europa.eu/organisation/scientific-committee/calls/area8

 

Svið 9. Samþætt umhverfismat og vísbendingar

http://www.eea.europa.eu/organisation/scientific-committee/calls/area9

 

Svið 10. Samþætt áætlanagerð og stjórn náttúruauðlinda

http://www.eea.europa.eu/organisation/scientific-committee/calls/area10

 

Svið 11. Landbúnaður

http://www.eea.europa.eu/organisation/scientific-committee/calls/area10

  

Svið 12. Vistkerfi jarðar, þ.m.t. jarðvegur, skógar, graslendi

http://www.eea.europa.eu/organisation/scientific-committee/calls/area10

 

Svið 13. Nútíma tækni (þ.m.t. örtækni, erfðabreyttar lífverur o.s.frv.)

http://www.eea.europa.eu/organisation/scientific-committee/calls/area10

 

Svið 14. Flutningar og umhverfi

http://www.eea.europa.eu/organisation/scientific-committee/calls/area10

 

 

Umsóknir með pósti sendist til:

 

Personnel management group

Scientific Committee Call 2008 – area (vinsamlegast tilgreinið nr. 1-14 eftir því sem á við)

European Environment Agency

Kongens Nytorv 6

1050 Copenhagen K

Denmark

 

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda allar spurningar varðandi tilkynningu þessa á eftirfarandi tölvupóstfang: sc.call08-questions@eea.europa.eu

 

Síðar kann að vera beðið um frekari gögn til stuðnings umsóknum.

 

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Vinsamlegast athugið að EEA mun ekki endursenda umsóknir til umsækjenda.  Farið verður með allar persónulegu upplýsingar sem EEA biður umsækjendur að leggja inn samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og EES ráðsins (EC) nr. 45/2001 um vernd einstaklinga við meðhöndlun persónugagna í stofnunum og nefndum Bandalagsins og frjálsa miðlun slíkra gagna.  Meðhöndlun þeirra persónulegu gagna sem umsækjendur koma á framfæri miðar að umfjöllun umsókna með hliðsjón af hugsanlegu forvali, vali og útnefningu meðlima Vísindanefndar EEA.

 

Umsóknarfrestur

 

Umsóknir skal senda með tilteknum umsóknareyðublöðum á netinu (12.00 Mið-Evróputími) eða með pósti (dagsetning póststimplunar er tekin sem sönnun) á ofangreinda utanáskrift ekki síðar en 30. júní 2008.

Skjalaaðgerðir