All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Press Release
Fréttatilkynning
25. ágúst 2005
Unnendur tölvuleikja hvar sem er í Evrópu geta nú farið í tölvuleik og lært samtímis nýja hluti um umhverfið. EEA, þ.e. Umhverfisstofnun Evrópu í Kaupmannahöfn hefur látið útbúa Honoloko leikinn á 26 tungumálum. Leikurinn er aðgengilegur á netinu og er öllum frjáls.
Honoloko er hannaður eins og borðspil. Leikmaðurinn ferðast um eyju og meðan á því stendur er hann spurður margra spurninga um það hvernig hann umgengst náttúruna. Leikmaðurinn fær punkta í samræmi við frammistöðu sína. Leikurinn er ætlaður börnum á aldrinum 8 - 12 ára. Markmiðið er að efla þekkingu barna á umhverfinu og bæta umgengni þeirra um náttúruna. Fyrr á þessu ári oppnaði EEA vef með umhverfisupplýsingum fyrir börn.
"Auk þess sem við höfum leikinn á vefsvæði okkar, bjóðum við einnig umhverfisstofnunum að hafa hann á vefsvæðum sínum, segir framkvæmdastjóri EEA, prófessor Jacqueline McGlade. "Við lítum til lengri tíma og vonum að Honoloku muni verða einstaklingum sem hanna tölvuleiki hvatning til að taka umhverfismálin með í leikjum sem þeir setja á markað".
Honoloko leikurinn er á opinberum tungumálum ESB, og einnig á búlgörsku, íslensku, norsku, rúmensku, rússnesku og tyrknesku. Hann var hannaður í sameiningu af Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og Umhverfisstofnun Evrópu.
Tilgangurinn með bæði barnavef EEA og Honoloko er að sýna að það eru tengsl á milli umhverfismála og heilsufars, einkum hjá börnum. Í leikjunum kemur fram að smávægileg breyting á umgengni einstaklinga við náttúruna getur haft mikil áhrif til framfara í allri Evrópu.
Aðalpersónan á barnavefnum er umhverfisfulltrúinn. Þátttakendunum er boðið að verða umhverfisfulltrúar. Þeir eru sendir af stað í leiðangra sem tengjast eftirtöldum sviðum: Kemísk efni, vatn, loft og loftlagsbreytingar. Þeir byrja sem "lærlingar" og verða að safna saman fróðleik og standast próf til verða fullkomnir umhverfisfulltrúar. Eftir það getur hver fulltrúi borið sig saman við aðra fulltrúa. Hver einstakur umhverfisfulltrúi getur gengist undir próf til að safna punktum - og bera sig saman við aðra umhverfisfulltrúa.
Heimsækið Honoloko á http://www.honoloko.com og barnavef EEA: http://ecoagents.eea.europa.eu.
Umhverfisstofnunin er í fararbroddi stofnana í Evrópu sem leitast við að koma á framfæri traustum og ólituðum umhverfisupplýsingum til allra þeirra aðila sem fást við stefnumótun tengda umhverfismálum, svo og til almennings. Stofnunin hefur verið starfrækt í Kaupmannahöfn frá 1994 og er kjarninn í Evrópska netkerfinu fyrir umhverfisupplýsingar og umhverfisvöktun (EIONET), en það er netkerfi um 300 aðila víðsvegar í Evrópu. Umhverfisstofnunin bæði safnar og dreifir upplýsingum og gögnum um umhverfismál í gegnum EIONET. Umhverfisstofnunin er ein af stofnunum ESB og er opin öllum þjóðum sem styðja markmið hennar. Aðildarríkin eru nú 31 alls, þ.e. ESB ríkin 25, þrjú ríki sem sótt hafa um aðild að ESB, (þ.e. Búlgaría, Rúmenía og Tyrkland), Ísland, Noregur og Liechtenstein. Byrjað er að ræða gerð aðildarsamnings við Sviss. Lönd á vestanverðum Balkanskaga, Albanía, Bosnía-Hersegóvína, Króatía, Makedónía, fyrrverandi lýðveldi Júgóslavíu, og Serbía-Svartfjallaland hafa sótt um aðild.
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/pressroom/newsreleases/honoloko-multilingual-is or scan the QR code.
PDF generated on 22 Nov 2024, 08:12 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum