næsta
fyrri
atriði

News

Leynilegir erindrekar óskast til að verja umhverfið í teiknimyndasyrpu

Breyta tungumáli
News Útgefið 30 Apr 2008 Síðast breytt 21 Jun 2016
Núna geta börn lært leiðir til að vernda umhverfið á meðan þau eltast við umhverfis-þorpara á nýju ‘Umhverfis Erindreka’ (‘Eco Agents’) vefsetri Umhverfisstofnunar Evrópu, sem er aðgengilegt á 24 tungumálum.

Umhverfis Erindreka vefsetrið býður 9 til 14 ára börnum að gerast leynilegir ‘Umverfis Erindrekar’ í teiknimyndasögum.  Í hverri sögu er fimm hetjum frá Hollandi, Finnlandi, Pólandi, Tyrklandi og Grikklandi úthlutað sérstöku verkefni, t.d. að laumast inn í ’vindorku búgarð' í Hollandi, sem yfirhylmir úrvinnslustöð fyrir jarðgas.  Eftir að gera persónulegt æviágrip kemur hver einstakur nýliði fram í teiknimyndasyrpunni ásamt föstu leikurunum.  Öll verkefnin innifela leiki þar sem börn vinna punkta upp í allsherjarskor.

Tveir söguþræðir um loftslagsbreytingu og vatnsgæði eru þegar á internetinu.  Í kjölfarið munu koma söguþræðir um sjálfbæra lifnaðarhætti, líffræðilegan fjölbreytileika og gæði andrúmslofts.

Kennarahorn

Hverjum einstökum söguþræði fylgir samsvarandi skyndipróf.  Rétt svör kalla fram svörun og frekari upplýsingar um viðkomandi viðfangsefni, en aftur á móti kalla röng svör fram vísbendingu um rétt svar og þátttakanda er boðið að reyna aftur.  Hægt er að niðurhala skyndiprófin og nota við skólakennslu.

Kennarar geta einnig nálgast annað kennsluefni ásamt lista yfir vefsetur í heimalöndum þeirra þar sem hægt er að finna nánari upplýsingar um umhverfismálefni.

Vefsetrið kynnt verðandi ‘Umhverfis Erindrekum’

Umhverfisstofnun Evrópu mun kynna Umhverfis Erindreka vefsetrið á 'SciFest 2008’, vísinda- og tæknihátíð fyrir táninga sem haldin verður 16.-18. apríl í Juensuu, Finnlandi.

Linkar

Permalinks

Skjalaaðgerðir