næsta
fyrri
atriði

Waste•smART – skapandi samkeppni

Breyta tungumáli
Page Síðast breytt 22 Mar 2023
3 min read
This page was archived on 15 Mar 2023 with reason: Content is outdated
Ímyndaðu þér öll úrræðin, orkuna og vinnuna sem notuð er til þess að framleiða matvæli, bíla, fatnað, farsíma og allt sem við neytum. Ef við endurnýtum og endurvinnum ekki hlutina gætu þeir endað í landfyllingum eða á brennslustöðvum. Á hverju ári láta ríkisborgarar Evrópusambandsins að meðaltali til um hálft tonn af sorpi frá sér á hvern einstakling. Úrgangur getur verið efnahagslegt tap og hann getur líka haft neikvæð áhrif á umhverfið og heilsu manna.
  • Hvernig sérð þú úrgangsmatvæli, byggingarúrgang og landfyllingar breytast í moltu?
  • Hvernig getum við með betri hætti dregið úr, endurnotað eða endurunnið úrgang?
  • Hvernig getur endurnýting og endurvinnsla dregið úr eftirspurn eftir nýtingu nýrra auðlinda?
  • Hvernig vilt þú að úrgangsstefna Evrópu líti út í framtíðinni?

Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) býður þér að deila skoðunum þínum um úrgang í Evrópu í nýrri skapandi samkeppni, Waste•smART.

submissions cartoons

Komdu hugsunum þínum á framfæri fyrir 30. september 2013 með: ljósmynd, teiknimynd eða myndbandi. Sigurvegarar samkeppninnar fá reiðufé í verðlaun og allir þeir sem komast í úrslit eiga möguleika á því að fá kynningu á verkum sínum í gegnum EEA og samstarfsaðila stofnunarinnar í Evrópu.

Hvernig á að taka þátt?

  1. Taktu eða búðu til mynd frá grunni (langhlið >2000px), stutt myndband (30-90 sekúndur) eða teiknimynd (einn rammi), láttu stuttan texta fylgja og haltu þig við leiðbeiningarnar í reglum samkeppninnar.
  2. Sendu skrána á miðlunarsíðu á Netinu eins og Youtube, Vimeo, Flickr, Shutterfly, Snapfish eða Photobucket.
  3. Fylltu út umsóknareyðublaðið á Netinu og settu þar hlekk á myndina þína eða myndbandið.

SENDU EFNIÐ ÞITT INN

Skilafrestur: 30. september 2013 kl. 12.00 (CET). Þátttaka er ókeypis.

Samkeppnin er opin öllum ríkisborgurum aðildarríkja EES og samstarfslandanna á vestanverðum Balkanskaga. Allir þátttakendur þurfa að vera 18 ára eða eldri.

Þú þarft að hafa fullan höfundarrétt á því efni sem þú sendir inn.   Með því að senda inn efni verður litið svo á að þú hafir samþykkt reglur samkeppninnar og skilmála hennar og skilyrði. Reglur samkeppninnar, skilmálar og skilyrði verða auglýst 1. júní 2013.

Vegna þess að við búumst við að fá mikið af efni á síðustu stundu ráðleggjum við þér að senda efnið þitt inn tímanlega fyrir skilafrestinn.

Ef þú hefur spurningar um samkeppnina sendu þá vinsamlegast tölvupóst á competitions@eea.europa.eu.

Frekari upplýsingar um úrgang í Evrópu

The best way to reduce the environmental impacts of waste is to prevent it in the first place. Storing food well, planning your meals, shopping smart and avoiding excessive packaging are all ways to prevent waste. Many items that we throw away could also be re-used, and others can be recycled for raw materials. Much of the waste we throw away can be recycled. Recycling benefits the environment by diverting waste away from landfills and by providing raw materials for new products. Recycling can also encourage innovation and create jobs. Diverting waste away from landfills prevents pollution that can harm our health and the environment. Reducing, re-using and recycling waste can bring economic gains and secure access to critical raw materials. More jobs at higher income levels are also created by recycling than by landfilling or incinerating waste.

Upplýsingar um samkeppnina

Verlaun

Sigurvegari í hverjum flokki (ljósmynd, myndband, teiknimynd) fær 500 evrur í reiðufé í verðlaun.

Til viðbótar verða 500 evra Ungmennaverðlaun veitt þeirri vinningstillögu, sem valin er úr tillögum þátttakenda á aldrinum 18 til 24 ára (fæddir á almanaksárunum 1995-1989), í öllum samkeppnisflokkunum.

Allir þeir sem komast í úrslit komast áfram í Verðlaun fólksins (e. People’s Choice Award) og birtast jafnvel í stafrænu og prentuðu efni EEA og samstarfsaðila stofnunarinnar í Evrópu í framtíðinni.

Höfundarréttur þess efnis, sem sent er inn í samkeppnina, er hjá viðkomandi þátttakendum.  Hins vegar veitir sérhver þátttakandi EEA rétt til þess að nota innsent efni í efni stofnunarinnar um umhverfismál ef höfundarrétthafa er getið.

Valferlið

EEA mun skipa forvalsnefnd, sem samanstendur af sérfræðingum á sviði samskipta- og umhverfismála, sem velur að hámarki 10 þátttakendur í úrslit í öllum flokkunum þremur. Þeir verða svo sendir til utanaðkomandi dómnefndar.  Dómnefndin, sem samanstendur af sérfræðingum á sviði umhverfissamskiptamála alls staðar að úr Evrópu, mun velja sigurvegara í hverjum flokki.

Fyrir Verðlaun fólksins, verða ljósmyndasögurnar, sem forvaldsnefndin valdi í úrslit, opnar fyrir atkvæði almennings 15. október - 15. nóvember 2013.

Sigurvegarar verða látnir vita í tölvupósti.  Því er mjög mikilvægt að senda inn réttar upplýsingar. Tilkynnt verður um sigurvegarana í desember 2013.

Tímaáætlun

Skráning opnar

Skráningu lýkur

Tilkynning um þá sem komast í úrslit

Kosning almennings hefst

Kosningu almennings lýkur

Tilkynnt um sigurvegara

1. júní 2013

30. september 2013

15. október 2013

15. október 2013

15. nóvember 2013

16. desember 2013

Tenglar

Permalinks

Geographic coverage

Tags

Filed under:
Filed under: waste, public outreach
Skjalaaðgerðir